Ein af forsendum mögulegrar innleiðingar er að stofnun hafi lokið innleiðingu á þriðja áfanga skýjavegferðar.

Enn er unnið í hönnun á Copilot og mun sú vinna halda áfram með haustinu 2025. Gert er ráð fyrir áframhaldandi upplýsingagjöf meðfram hönnun. 


Í þessari grein er lögð áhersla á Copilot frá Microsoft enda vinnur sú lausn hvað best með Microsoft 365. Aðrar gervigreindarlausnir standa að mestu leyti einar og þurfa sjaldan beina samþættingu við Microsoft 365. 
Greinin er að unnin með aðstoð gervigreindar, en lesin yfir og leiðrétt þar sem við á. 


Efnisyfirlit

Mismunandi gerðir gervigreindar

Gervigreind hefur á síðustu árum þróast í að verða ómissandi hluti af daglegu lífi og vinnuumhverfi. Með tilkomu stórra tungumálalíkana (e. Large Language Models – LLM) eins og ChatGPT frá OpenAI og Microsoft Copilot hefur möguleikinn á sjálfvirkri greiningu, samantekt og aðstoð í textavinnslu aukist verulega. 

Aðrar þekktar gervigreindarlausnir eru:  

HeitiFramleiðandiHentar fyrirHelstu eiginleikar
Gemini (áður Bard)GoogleAlmennt notendaspjall og samtölÖflug samþætting við Google Workplace (Docs, G-mail, o.fl.) mjög fljótt að svara
ClaudeAnthropicÁhersla á örugga og siðferðislega nálgunSérstaklega þjálfuð til að fylgja siðareglum, hægt að vinna með stór skjöl í einu
Perplexity AIPerplexity.AIVefleit með AIBlandar svörum með beinum tilvísunum í heimildir, hentar vel til að finna staðreyndir hratt. 
MistralMistralFyrirtæki og þróunaraðilarOpinn hugbúnaður, sterkur í sérsniðnum rekstrarlausnum
LLamaMetaFræðileg og rannsóknartengd verkefniOpið módel sem margir nota til að hanna sérsniðnar AI lausnir
GroqChatGroq Leifturhröð svörunGríðarlega hraðvirk AI lausn sem keyrir á sérhönnuðum örgjörvum (TPU) og hentar vel fyrir snjallmenni og rauntímakerfi


Almenn tungumálalíkön - ChatGPT, Gemini, Claude o.s.frv.

Almenn tungumálalíkön (LLM) byggja hver á sínum eigin grunni. Þessi  LLM kerfi geta svarað spurningum, útskýrt flókin hugtök, samið texta og aðstoðað við skapandi verkefni.  

Þó að slík LLM kerfi séu mjög öflug og aðgengileg, þá eru þau í grunninn tiltölulega „óháð“ og vinna ekki beint með öðrum kerfum nema þau séu tengd sérstaklega í gegnum API eða viðbætur. Þetta þýðir að þau hafa takmarkaða samþættingu við daglegt vinnuflæði, eins og þau sem eiga sér stað í Microsoft 365 umhverfi, nema sérstök uppsetning hafi verið gerð. 

Copilot – samþætt gervigreind innan Microsoft 365 

Copilot er byggður á sama LLM líkani og ChatGPT, en það sem aðgreinir Copilot er djúp samþætting við Microsoft 365 vörur eins og Word, Excel, Outlook og TeamsCopilot getur nýtt sér gagnasöfn úr skýjaumhverfinu (eins og SharePoint, OneDrive og Outlook) og veitt notandanum samhengi og innsýn út frá eigin gögnum.  

Til dæmis getur Copilot búið til drög að skjali út frá fundargögnum í Teams, dregið saman póstsamskipti í Outlook eða framkvæmt greiningu í Excel með fyrirliggjandi gögnum. 

Mikilvægasti munurinn: Samþætting 

Stærsti munurinn á þessum tveimur lausnum liggur í samþættingu (e. integration). Þar sem ChatGPT er öflugur alhliða „spjallfélagi“, þá er Copilot hannaður sem vinnufélagi innan ákveðins vistkerfis – með fulla aðgangsstýrða samþættingu við gögn og skjöl notandans. Þetta gerir Copilot að sterkari lausn í daglegri skrifstofuvinnu þar sem samhengi skiptir máli og sjálfvirkni byggir á raunverulegum gögnum innan fyrirtækisins. 

Helsti munur á Copilot og annarri gervigreind í samræmdu skrifstofuumhverfi ríkisins 

EiginleikiMicrosoft CopilotAlmenn tungumálalíkön (LLM)
Samþætting við Microsoft 365Djúp samþætting (Word, Excel, Outlook, Teams)Engin sjálfgefin samþætting
Aðgangur að notendagögnumJá, með aðgangsstýringu í M365Nei, nema sértæk uppsetning sé til staðar
GagnasamhengiNýtir gögn í SharePoint, OneDrive, o.fl.Ekki samhengi við innri gögn
NotkunartilvikSjálfvirk skjalavinnsla, fundargerðir, tölvupóstarFrumdrög, skapandi skrif, spurningar
Aðgengi í ríkisumhverfiHluti af skrifstofuumhverfi ríkisins fyrir opinbera aðila Aðgengilegt í gegnum vef eða smá-forrit
Stýring og öryggi Fylgir öllum aðgangsstýring Microsoft 365 og gagnaflokkun ríkisins (hjá aðilum í þriðja áfanga)
Krefst sérstakrar meðhöndlunar


Microsoft Copilot í skýjageirum Umbru

Áætlað er að virkja Copilot í skýjageirum Umbru, en  miðað er við að ríkisaðilar þurfi að vera komnir inn í þriðja áfanga skýjavegferðar til að svo verði. Sá áfangi felur í sér möguleika á gagnaflokkun ríkisins og er það forsenda fyrir því að hægt sé að tryggja takmörkun á aðgengi Copilot að gögnum ríkisaðila og hjálpa þannig til við að bæta gæði upplýsinga í mállíkaninu. 

Staðfest hefur verið að Copilot muni geta nýst á íslenskum gögnum upp úr 1. júlí 2025, en til að ríkisaðilar geti nýtt sér hann þarf þó enn að virkja lausnina og hanna af Umbru. 

Líklegt er að fyrstu ríkisaðilar gætu farið að nýta sér Copilot með haustinu 2025. 

Spurt og svarað 

Er búið að meta gervigreindarnotkun út frá persónuvernd og gagnaöryggi?

Stutta svarið er að það er ekki búið að áhættumeta Copilot/ChatGPT/Claude eða önnur gervigreindarlíkön. 

Vegna persónuverndar og gagnaöryggis ættu menn alls ekki að setja gögn ríkisins á móti gervigreind, vegna þess að ekki er hægt að tryggja hvert gögn flæða eða hvernig þau séu notuð af þriðja aðila. 

Notkun ætti að vera í samræmi við skýrar stefnur, staðla og almennar siðferðis- og lagareglur sem gilda um opinbera stjórnsýslu. 

Fjármálaráðuneytið hefur  gefið út leiðbeiningar um notkun gervigreindar hjá hin opinbera: Stjórnarráðið | Gervigreind hjá hinu opinbera (stjornarradid.is) 


Verður Copilot áhættumetið af Umbru?Já, Copilot verður áhættumetið af Umbru og borið undir persónverndarfulltrúa stjórnarráðsins. 

Slíkt áhættumat verður hægt að nota til grundvallar af ríkisaðila sem hefur áhuga á að nýta sér Copilot, en hver ríkisaðili ber þó ríka ábyrgð á því að vinna sitt eigið áhættumat. 
Mun Umbra áhættumeta önnur gervi-greindarlíkön en en Copilot?
Það er hugsanlegt að Umbra muni áhættumeta önnur gervigreindarlíkön, en slíkt hefur ekki komið upp og yrðu sömu fyrirvarar á slíku áhættumati og gefnir eru hér að ofan. 
Hvað þarf ríkisaðili að gera til að hefja notkun á Copilot? 
Ríkisaðili þarf að vera í rekstri í skýjageira hjá Umbru og hafa innleitt lausnir úr þriðja áfanga skýjavegferðar, þ.m.t. gagnaflokkun ríkisins.
Ástæða þess er að gagnaflokkun mun hjálpa stofnunum að flokka aðgengi að gögnum. 

Ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt  er hægt að óska eftir samtali um innleiðingu Copilot í gegnum beiðnakerfi Umbru,   support@publicadministration.is eða support@judicial.is 

Hvernig getur mín stofnun innleitt þriðja áfanga? 

Innleiðingarteymi Umbru tekur á móti stofnun og innleiðir í þriðja áfanga. Um er að ræða vegferð sem tekur á ýmsum þáttum er snúa að betri nýtingu Microsoft 365 lausna og innleiðingu aukins öryggis. 

Tæknilegur tengiliðir eða forsvarsmaður ríkisaðila getur sent inn beiðni um innleiðingu áfangans í gegnum beiðnakerfi Umbru,   support@publicadministration.is eða support@judicial.is


Er gervigreindarlíkan ChatGPT og Copilot  það sama að öllu leyti? 

Nei, ekki endilega. Þó bæði byggi að miklu leyti  á sömu grunntækni frá OpenAI (eins og GPT-4), þá getur útgáfan sem Copilot notar verið aðeins frábrugðin þeirri sem er í ChatGPT. 


Copilot er sérstaklega löguð að fyrirtækjaumhverfi og Microsoft 365, sem þýðir að hún getur verið með strangari öryggis- og persónuverndarreglur og takmarkaðri möguleika í sumum tilvikum. Þetta getur líka þýtt að Copilot uppfærist með varfærnari hætti, sérstaklega í ríkisrekstri eða fyrirtækjaumhverfi þar sem stöðugleiki og reglufylgni er mikilvægari en að hafa aðgang að nýjustu eiginleikum strax.


Microsoft sér um uppfærslu undirliggjandi líkans og má búast við að Copilot sé nokkrum mánuðum á eftir markaðs- módeli OpenAI


Er hægt að nýta Copilot fyrir PowerBI? Copilot fyrir PowerBI er í augnablikinu lausn sem er í boði í „forskoðun“ (Preview) og verður tekin afstaða til hennar þegar forskoðunarfasanum er lokið
Hver er leyfiskostnaður Copilot? 
Copilot er notendaleyfi líkt og E5 leyfið og þarf því að fjárfesta í sértæku leyfi fyrir hvern starfsmann sem þarf að  nota Copilot. Á sama hátt og almenn notendaleyfi í skýjageirum Umbru er greitt út leyfisárið, og því er hægt að færa það á milli starfsmanna ef þörf krefur. 
Ársverð fyrir Copilot miðað við gjaldskrá 2025 er 63.599 kr. 

Saga Copilot 

Gervigreindar „vinnufélaginn“  Copilot var fyrst kynntur til sögunnar af Microsoft þann 7. febrúar 2023 , fyrst um sinn í gegnum Bing leitarvélina og var þá í hlutverki spjallmennis sem var kallað Bing Chat.  

Í mars 2023 tilkynnti Microsoft síðan Copilot sem þeir sögðust ætla að tengja við flest öll sín forrit og lausnir með tíð og tíma og kynntu þeir verðskrá í júlí sama ár, en með þeim takmörkunum að kaupendur þyrftu að kaupa að lágmarki 300 leyfi.  

Það var svo ekki fyrr en í nóvember 2023 sem Copilot Pro var kynntur sem viðbót við Office hugbúnað og í janúar 2024 þar sem hann gat raunverulega farið að aðstoða við gerð skjala og tengda hluti. 

Framtíð Copilot 

Það er ljóst að Microsoft Copilot er enn í mikilli þróun og ekki útséð enn sem komið er hvernig lausnin mun geta nýst notendum að fullu. Má þar nefna sérstaklega að Copilot fyrir Office skilur ekki íslensku og því eru enn takmörkuð not fyrir hann sem aðstoðaraðila. Það er þó von á því að íslenskan muni bætast við í júní 2025. 

Á ráðstefnu Microsoft 27. febrúar 2024 á Grand hótel lögðu þáverandi forseti Íslands, hr. Guðni ThJóhannson, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lóð sín á vogarskálarnar þegar þau skoruðu á Microsoft að leggja áherslu á að virkja íslensku í Copilot.  

Á sömu ráðstefnu kom svo líka fram að hálfu Microsoft að þeir staðfesta að Copilot er enn í það mikilli þróun að það er óráðlegt fyrir stærri rekstraraðila, og sér í lagi ríkisaðila, að treysta um of á Copilot á þessum tíma, en jafnframt mæltu þeir með því að undirbúa vel jarðveginn fyrir framtíðina. 

Það er einmitt það sem Umbra er að vinna að þessa stundina og vonumst við til að geta fært ykkur frekari fréttir á komandi mánuðum. 

Copilot Studio 

Einhverjir ríkisaðilar hafa sýnt áhuga á Copilot Studio lausninni, en það er í raun þróunarumhverfi, á svipaðan hátt og Visual Studio, þar sem kunnáttufólk getur útbúið sinn eigin Copilot (chatbot/agent) sem vísar í eigið gagnasett sem getur verið geymt á hinum og þessum stöðum, hugsanlega á SharePoint og þá er hugsanlega hægt að byggja ofan á þau gögn sem tilheyra viðeigandi ríkisaðila. 

Kostnaður við slíkt leyfi er um 364.000 kr. á ári, miðað við verðlag í júní 2024.  

Ef ríkisaðili hefur áhuga á því að skoða þessa lausn nánar þá er hægt að hafa samband við leyfisumsýslu Umbru og/eða rekstraraðila skýjageira.  

Þó að ofantalin lausn sé aðgengileg, þá fylgir einnig Copilot Studio með Copilot notendaleyfi, en sú lausn gerir notendum kleyft að búa til sinn eigin sérsniðna Copilot um ákveðin málefni, en sá yrði aðeins opinn innan skýjageira.

Gagnlegir hlekkir fyrir Copilot og almenna gervigreind


Hlekkir og upplýsingar um almenna gervigreind